Lág flugverð með Icelandair

Ódýrir flugmiðar með Icelandair hér á Ticket2Travel.is. Icelandair flýgur til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Canada.

Meirihluti farþega í alþjóðaflugi Icelandair flýgur milli Evrópu og Norður-Ameríku með tengingu á Keflavíkurflugvelli. Í dag flýgur félagið til 20 áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada og 30 borga Evrópu og gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði í heild rúmlega 4 milljónir á þessu ári.

Icelandair býður upp á yfir 600 klukkustundir af afþreyingu í sætisbaki og þráðlaust net allt frá því stigið er um borð og þar til komið er í flugstöð fyrir alla farþega á öllum flugleiðum félagsins.

Leiðakerfi félagsins hefur nærri þrefaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða 37% þess fjölda sem gert er ráð fyrir á árinu 2016, eða 3,5 milljónum. Leiðakerfið hefur einkum byggt á tengingum á Keflavíkurflugvelli með morgunbrottförum til Evrópu og síðdegisflugi til Norður-Ameríku. Undanfarin ár hefur félagið verið að byggja upp annan tengibanka, með brottförum laust fyrir hádegi til Norður Ameríku. Stækkunin á þessum tengibanka gefur möguleika á tveimur mismunandi brottfarartímum innan sama dags á áfangastaði, dreifir álagi á Keflavíkurflugvelli og styður vel við aðal tengibankann. Á árinu 2016 verður töluverður hluti vaxtarins utan megintengibankans og utan háannatímans að sumri. 

Þú getur pantað flug með Icelandir hér á Ticket2Travel.is á alla áfangastað þeirra

 

shade