Lág flugverð með Icelandair

Ódýrir flugmiðar með Icelandair hér á Ticket2Travel.is. Icelandair flýgur til fjölda stórborga í Evrópu, Bandaríkjunum og Canada.

Meirihluti farþega í alþjóðaflugi Icelandair flýgur milli Evrópu og Norður-Ameríku með tengingu á Keflavíkurflugvelli. Í dag flýgur félagið til 53 áfangastaða og flugfloti þeirra eru 43 flugvélar.

Leiðakerfi félagsins hefur nærri þrefaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða 37% þess fjölda sem gert er ráð fyrir á árinu 2016, eða 3,5 milljónum. Leiðakerfið hefur einkum byggt á tengingum á Keflavíkurflugvelli með morgunbrottförum til Evrópu og síðdegisflugi til Norður-Ameríku.

Undanfarin ár hefur félagið verið að byggja upp annan tengibanka, með brottförum laust fyrir hádegi til Norður Ameríku. Stækkunin á þessum tengibanka gefur möguleika á tveimur mismunandi brottfarartímum innan sama dags á áfangastaði, dreifir álagi á Keflavíkurflugvelli og styður vel við aðal tengibankann. Á árinu 2016 verður töluverður hluti vaxtarins utan megintengibankans og utan háannatímans að sumri. 

09. mars 2021 tilkynnti Icelandair Group að Air Iceland Connect myndi sameinast Icelandair en Air Iceland Connect sá um innanlandsflug fyrir samsteypuna.

Þú getur pantað flug með Icelandir hér á Ticket2Travel.is á alla áfangastað þeirra

 

shade