Flug og ferðir til Tonga
Tonga er bæði stórkostlegt og rólegt konungsríki sem samanstendur af 169 litlum eyjum sem staðsettar eru vestur af Ástralíu. Einkunnarorð eyjanna eru“hinar vinalegu eyjar“ sem þær svo sannarlega eru ásamt íbúum sem eru virkilega gestrisnir. Lífið hér er afslappað og það smitar af á þá ferðamenn sem heimsækja eyjarnar og þeir eru fljótir að finna „Tonga taktinn“ sem einkennist af rólegheitar lífi. Menningin á eyjunum er meira en 3.000 ára gömul og geymir margar spennandi athafnir og helgisiði eins og t.d. dansinn Kailao.
Höfuðborgin í Tonga er Nuku´alofa og er staðsett á aðaðleyjunni Tongatapu en þar býr einnig meira en helmingur íbúanna. Konungshöllin er einnig staðsett á aðaleyjunni og er byggð úr tré í ákveðnum stíl sem gefur bæði charma og ævintýralegan blæ, svo er staðsetningin niður að Kyrrahafi algjörlega ómótstæðileg. Náttúran í Tonga er það sem dregur ferðamenn að, hér eru frábærir köfunarstaðir og einnig góðir staðir til að snorkla því hér er grunnt á ótrúlegu lífi undirdjúpanna. Svo er yndislegt að sigla á milli eyjanna og leggja að hvítum auðum sandströndum sem maður finnur á mörgum stöðum en þó sérstaklega á eyjunni Ha´apai. En ef þú ert fyrir meira líf og fjör þá eru eyjarnar Vava´u og Eua spennandi og bjóða uppá mikið af afþreyingu.
Ticket2Travel.is leitar að ódýrum flugmiðum
