Flug og flugmiðar til Solomon Eyja
Í suður Kyrrahafi norðaustur af Ástralíu liggja hinar fallegu Salomoneyjar. Þessar framandi eyjar bjóða uppá yndislegar sandstrendur og marglita fallega fiska, eldfjallatoppa með stórkostlegu útsýni og skógiklædd fjöll með spennandi plöntu- og dýralíf. Salomoneyjarnar eru í einu orði sagt stórkostlegur ferðastaður fyrir alla náttúruunnendur.
Náttúran er án efa helsta aðdráttaraflið á eyjunum. Bæði á landi og í sjó þá geta eyjarnar uppfyllt óskir þínar og drauma um ævintýraferð. Hér eru margar spennandi gönguferðir sem hægt er að velja á milli, munið eftir að fá leiðsögumann frá staðnum svo þið missið þú ekki af einstökum náttúruupplifunum, stórkostlegir fossar, fuglar í öllum regnbogans litum og flóð af framandi skynáhrifum, hér eru ævintýri í toppklassa.
Vegna staðsetningar eyjanna þá voru mörg flug og skip skotin niður undir heimstyrjöldinni síðari og liggur því mikið af braki á sjávarbotni og því mjög áhugavert fyrir kafara að skoða sig um í stórkostlegum heimi undirdjúpanna ásamt sögulegum minjum. Á eyjunum eru margir köfunarstaðir og góðir möguleikar á að fá leiðbeiningar frá reyndum köfurum um svæðið eða að fá reynda kafara með í ferð um undirdjúpin. En einnig er frábært að sigla á milli eyjanna meðfram fallegum strandlengjum sem líkjast helst paradís á jörðu.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Solomon Eyja
Honiara
Honiara er höfuðborg Salómonseyja og er borgin staðsett á norðvestur strönd eyjunnar Guadalcanal þar sem er meira láglendi en á suðurhluta eyjunnar sem er umlukinn fjallasvæði. Hér búa rúmlega 65.000 manns sem starfa aðallega við fiskveiðar og ferðamennsku...
