Ferðir og flugmiðar til Wellington

Wellington er höfuðborg Nýja Sjálands og er borgin umvafin fallegri höfn, grænum hlíðum og brekkum þar sem hin fallegu hús frá Victoríu tímabílinu eru. “Borgin” er stolt af að vera lista- og menningar miðstöð og hér er mikið úrval af veitingastöðum, kaffihúsum og mikið næturlíf.

Sjálfur bæjarkjarninn er lítill og auðvelt að ferðast um fótgangandi. Borgin minnir svolítið á San Francisco með bröttum götum og strætum þar sem sporvagnarnir aka léttilega upp og niður. Með þeim getur maður auðveldlega komist  til allra staða m.a í hinn fallega Botaniska garð með einstökum  rósategundum og svo áfram til hins bíkúpuformaða þinghúss.

 

 

shade