Ferðir og flugmiðar til Nelson

Fyrir utan að Nelson er sólríkasti staður á Nýja Sjálandi, þá er bærinn einnig þekktur fyrir afslappað andrúmsloft og vinalegt fólk. Í bænum eru meira en 100 galleri sem er algjört eldorado fyrir allt listáhugafólk. Margir nota Nelson sem miðstöð til að ferðast frá á hina ýmsu staði í kring. Innan við 100 km. eru fallegar gylltar sandstrendur, litlir víngarðar, djúpir firðir og regnskógar. Minnsti og  jafnvel fallegasti þjóðgaður, Abel Tasman er aðeins í klukkutíma keyrslu frá Nelson.

Þjóðgarðurinn er mikið heimsóttur og býður uppá stórkostlegar gönguferðir og siglingar á kajak. Á sumrin eru mjög margir í þjóðgarðinum svo ef þið óskið eftir meiri rólegheitum þá mælum við með að þið heimsækið Marlborough Sounds eða Queen Charlotte Sound. Hafið þið áhuga á víni og vínsmökkun eru mikilir möguleikar á að heimsækja einn af mörgum víngörðum í nágreninu. Það er einnig mjög vinsælt að ferðast um í þjóðgarðinum Nelson Lake National Park, sérstaklega fyrir áhugamenn um fiskveiðar þar sem vötnin eru full af fiski.

shade