Ferðir og flugmiðar til Dunedin
Dunedin er næststærsta borg á suðureyjunni er þar fannst fyrst gull í Nýja Sjálandi. Í mörg ár var borgin mjög rík og leiðandi. Margar stórkostlegar byggingar í Vickoriu stíl voru byggðar á blómaskeiði Dunedin. Einkenni Dunedin eru hin stórkostlega járnbrautastöð á Anzac Ave með hin fallegu mosaikgólfi og fyrsti háskóli Nýja Sjálands frá árinu 1869 sem enn er í notkun með upprunaleg markmið. Í dag er bærinn þekktur fyrir að vera líflegur háskólabær sem heldur við miklu og skemmtilegu menningarlífi með listasöfnum, tónleikum, leikhúsum, kvíkmyndahúsum og huggulegum börum og kaffihúsum.
Fyrir utan bæinn er Otago tanginn sem er algjör perla fyrir náttúru unnendur og eini staðurinn á jarðríki þar sem albatrossar halda sig innan um fólk. Í kringum albatros nýlenduna er mikið af selum sem liggja og sleikja sólina á daginn eða busla um í sjónum. Heimsins minnsta mörgæs, bláa mörgæsin sem er í útrýmingarhættu og guleygða mörgæsin getið þið séð mjög nálægt. Mörgæsirnar sjást best við sólarupprás eða seinnipartinn þegar þær koma inn á land eftir fiskveiði dagsins úti á hafi.
