Flugmiðar og ferðir til Auckland

Aukland er nýtísku borg umvafin heittempruðum eyjum, tindrandi bláu vatni og regnskógi sem gerir það að verkum að lífstíll Auckland er alveg sérstakur. Auckland er einnig stærsta borgin á norður eyjunni og flestir sem fara til Nýja Sjálands lenda í Auckland. Borgin er oft kölluð „City of Sails“ því hér eru ótrúlega margir bátaeigendur og er stórkostlegt að horfa yfir hrífandi blátt hafið þakið hvítum seglum frá selgbátunum. Í miðbænum er upplagt að rölta til Parnell en þar er bæjarhluti með gömlum tréhúsum, kaffihúsum og listagalleríum með snert af bóhem lífi.

Óskar maður eftir að upplifa allt þetta ofanfrá þá er hægt að gera það á Auckland Bridge Climb, en þetta er engin klifurferð heldur gönguferð yfir brú. Einnig er hægt að upplifa stórkostlegt útsýni og gífulega  hæð í hinu 328 m háa Skytower þar sem einnig er hægt að fá góðan mat meðan maður nýtur útsýnisins. Það eru einnig  ótrúlega fallegir útsýnisstaðir frá eldfjöllunum, en borgin Aukland er byggð á 60 óvirkum eldfjöllum, þar sem mörg þeirra sjást sem keilulaga grænklæddar hlíðar. Þrjú stærstu eldfjöllin eru: Mount Albert, Mount Eden og One Tree Hill og setja þau mikinn svip á borgina.

Ticket2Travel.is finnur ódýr flug og flugmiða til Auckland og Nýja Sjálands

shade