Flugmiðar og ódýr flug til Kiribati

Ferð til Kiribati er einstök upplifun sem á sér kanski stað einu sinni á lífsleiðinni. Hér er ekki hægt að búast við þægilegu fríi eins og á Hawaii eða Fiji, en aftur á móti fríi þar sem náttúran og íbúar eyjunnar skipta öllu máli. Það nálægasta sem maður kemst hvað varðar þægindi er á eynunni Kiritimati – Christmas Island, sem er staðsett við alþjóða daglínuna og því fagna eyjaskeggjar nýja árinu alltaf aðeins á undan heiminum. Íbúar eyjanna eru mjög vinalegir og taka vel á móti fólki ásamt því að bjóða gestum sínum með á mismunandi hátíðir sem þeir halda.


Kiribati samanstendur af 32 baugeyjum og einni kóraleyju, Banaba og hýsa eyjarnar um 100.000 íbúa.
Svæðið í kring býður uppá stórkostlega siglingamöguleika í kristaltærum sjónum innanum kríthvítar sandstrendur og vaggandi pálmatré. Hér er það hin ósnerta náttúra sem fær að njóta sín á þessum fallegu eyjum sem allar eru frekar litlar og því hægt að ferðast um þær fótgangandi, hér er einnig mikið af framandi fuglum.

Íbúarnir búa aðallega á eyjunum Betio, Bairiki og Nanikai sem einnig eru þær eyjar sem höfuðstaðurinn South Tarawa nær yfir. Á þessum eyjum býr meira en helmingur íbúanna og þú kynninst menningu þeirra vel ígegnum tónlist og dans og er dansinn t.d. mjög hraðar hreyfingar sem minna svolítið á fuglshreyfingar. Hér er einnig margt áhugavert hvað varðar sögu frá heimstyrjöldinni síðari.

Ticket2Travel.is finnur ódýr flug til Kiribati með öllum flugfélögum

shade