Ódýr flug til Tahiti

Tahiti er án efa mikilvægasta eyjan í Frönsku Pónenesíu, hér er höfuðborign Papeete staðsett og þar með bæði stjórnsýslu- og stjórnmála miðstöð eyjanna en einnig sögulega og menningarlega séð þá er eyjan Tahiti mikilvægari en hinar 117 eyjarnar. Tahiti er stærsta eyjan og hér eru tvær eldfjallakeðjur sem sameinast í flötu undirlendi svo eyjan líkist einna helst skjaldböku ef horft er á hana að ofan eða úr flugi. Í kringum eyjuna eru  góðar strendur og kristaltær sjórinn þar sem hægt er að slappa af eða prófa eina af mörgum sjóíþróttum sem eru í boði. Hæsta fjall í Frönsku Polonesíu er einnig á Tahiti, fjallið Orohena sem er 2.241 m svo möguleikarnir á afþreyingu eru nær endalausir, golf, gönguferðir og „safari“ á fjórhjólum svo eitthvað sé nefnt.

Höfuðborgin á Tahiti er staðsett á norðvestur strönd eyjunnar og hér er mikið líf við höfnina bæði á daginn og seint á kvöldin, hér eru stór skemmtiferðaskip, mynnjagripaverslanir og fallegt handverk, góðir matsölustaðir með ferskan nýveiddan fisk og á kvöldin breytist hafnarsvæðið í einskonar hátíð með iðandi mannlífi og lifandi tónlist. Hér er einnig hinn blómstrandi markaður „Marché du Papeete“ sem gefur manni góða tilfinningu fyrir Polinesika andrúmsloftinu.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Tahiti

 

shade