Ódýr flug til Nadi
Bærinn Nadi er mikilvægur ferðamannastaður á Fiji. Bærinn húsar um 50.000 íbúa og er staðsettur á aðaleyjunni Viti Levu út frá stórum firði. Það er hér sem flest hótelin eru staðsett og það er einnig hér sem stærsti flugvöllurinn á eyjunum er staðsettur. Flestir ferðamenn dvelja því í Nadi í styttri eða lengri tíma. Bærinn hefur mikið að bjóða uppá og spennandi menningu. Hofið Sri Siva Subramaniya er t.d. það stærsta af sinni gerð á þessum slóðum og það dregur að marga pílagríma frá heimi hindúa. Hér búa einnig margir af indverskum uppruna sem er með til að gefa bænum alþjóðlegra útlit.
Rétt fyrir utan bæinn er þjóðgarðurinn Koroyanitu National Heritage Park þar sem nóg er um að vera í fallegu umhverfi. Í kringum garðinn eru falleg vötn og litlir smábæir og fjallið Batilamu, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir eyjuna. Það eru einnig margar gönguleiðir á svæðinu þar sem hægt er að upplifa fallegar orkideer, litríka fugla, fossa og gamlar minjar. Ferðirnar eru frá tveimur tímum uppí að vera allan daginn. Norður af Nadi er Lautoka sem er þekkt fyrir sykurframleiðslu og hálf tíma keyrsla í suður er hið fallega strandhótel Natadola Beach þar sem hægt er að njóta lífsins við hafið.
Við hliðina á Nadi er einkaeyjan Denarau staðsett þar sem lúksus og gæði eru í fyrirrúmi. Á þessu svæði er einnig að finna höfnina í bænum þar sem hægt er að fara með bát til annara smáeyja eins og t.d. hinna vinsælu eyja Mamanuca og Yasawa. Hægt er að heimsækja Fiji eyjarnar allt árið því hér er milt og sólríkt allt árið. Þurrkatímabilið er frá maí til oktober og tímabil með meira regni er frá nóvember til apríl.
Ódýr flug á Ticket2Travel.is með öllum flugfélögum sem fjúga til Nadi
