Eyjaálfa  >  Fiji  >  Labasa

Ódýr flug til Labasa á Fijieyjum

Labasa er stærsta borgin á Fiji eyjunni Vanua Levu og hefur borgin verið miðpunktur fyrir sykurframleiðslu á eyjunum en aðstæður fyrir ræktunina eru mjög góðar hér því alls renna þrjár stórar ár ígegnum borgina, Wailevu, Labasa og Qawa.  Í Labasa búa rúmlega 27.000 manns og hér finnur maður bæði hótel og veitingastaði á aðalgötunni einnig eru markaðir þar sem hægt er að fá ferskan fisk, krydd og kjúklinga á góðu verði.

Það er margt hægt að gera fyrir ferðamenn sem koma til eyjunnar, hér er slöngugarður og náttúusvæðið Wasali Nature Reserve sem geymir margar spennandi gönguleiðir í villtri náttúrunni, en að kafa og snorkla er algjörlega í fyrsta sæti. Stutt frá Labasa er minni bær Savusavu þar sem hinn heimsþekkti kafari Jean-Michel Cousteau stofnaði flotta köfunarmiðstöð. Fyrir utan köfun þá er einnig hægt að prófa aðrar sjóíþróttir eins og t.d. surf.

Fyrir utan ströndina Natewa eru góðir möguleikar á að sjá háhyrninga bæði frá landi en einnig ef farið er með bát aðeins út fyrir strendurnar. Hægt er að heimsækja Labasa allt árið en frá desember til apríl er regntímabil á svæðinu og því er meira ákjósanlegt að velja aðra mánuði fyrir frí á Labasa.

Ticket2Travel.is finnur ódýr flug til Labasa með öllum flugfélögum

shade