Eyjaálfa  >  Fiji

Flug og flugmiðar til Fiji

Fiji eyjar eru eldfjallaeyjar sem staðsettar eru í Suður Kyrrahafi rúmlega 2.000 km norðaustur af Nýja Sjálandi. Í kringum eyjarnar eru einstaklega falleg kóralrif sem draga kafara að frá öllum heiminum, en þeir koma einnig til að upplifa hina framandi og litríku fiska ásamt gömlum skipsbrökum sem liggja á hafsbotni.

Strendurnar við Fiji eyjar taka vel á móti manni, þetta eru fallegar hvítar sandstrendur með vaggandi pálmatrjám þar sem hægt er að slaka vel á og njóta umhverfisins. Það er einnig hægt að fara í mismunandi ferðir um eyjarnar og ef maður á nóg af seðlum þá er hægt að leigja eina eyjuna alveg út af fyrir sig eins og margir ríkir og frægir einstaklingar gera. Aðaleyjan er Viti Levu en vinsælustu eyjarnar meðal ferðamanna eru Mamanuca og Yasawa. Borgin Suva er höfuðborg eyjanna og er staðsett á aðaleyjunni Viti Levu.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Fiji

Labasa
Labasa

Labasa er stærsta borgin á Fiji eyjunni Vanua Levu og hefur borgin verið miðpunktur fyrir sykurframleiðslu á eyjunum en aðstæður fyrir ræktunina eru mjög góðar hér því alls renna þrjár stórar ár ígegnum borgina, Wailevu, Labasa og Qawa.

Nadi
Nadi

Bærinn Nadi er mikilvægur ferðamannastaður á Fiji. Bærinn húsar um 50.000 íbúa og er staðsettur á aðaleyjunni Viti Levu út frá stórum firði. Það er hér sem flest hótelin eru staðsett og það er einnig hér sem stærsti flugvöllurinn á eyjunum er staðsettur.

shade