Flugmiðar og ferðir til Perth

Borgin Perth er staðsett við hið fallega fljót Swan River en nafnið kemur frá vörumerki þeirra sem er Svartur Svanur. Upprunalegi bærinn Perth var byggður af refsiföngum frá Englandi og enn í dag er hægt að sjá sumar af þeim byggingum sem þeir byggðu. Ef þið röltið um götur borgarinnar komist þið fljótt að því að Perth er mikil stórborg og hér er hægt að njóta sólarinnar á nær hverjum degi.
Frá borginni er hægt að fara í margar spennandi dagsferðir eins og t.d. að fara með lestinni niður að litla hafnarbænum Freemantle sem  er staðsettur við fljótið Swan River þar sem það rennur út í Indverska hafið. Hér eru gömul og falleg hús sem búið er að gera upp, mikið af spennandi afþreyingu sem þið finnið utandyra ásamt huggulegum kaffihúsum og veitingastöðum.
Það er einnig gaman að fara til Monkey Mia sem er virkilega spennandi, því þar er hægt að upplifa háhyrninga leika frábærar listir sínar. Við ströndina, ca. 257 km norður af Perth er svo þjóðgarðurinn Nambung þar sem eyðimörkin „The Pinnacles“ er staðsett. Svæðið er flatt og allstaðar sér maður  stórkostlegar klettamyndir sem rísa upp ú flötu landslaginu, sumar klettamyndirnar eru litlar en aðrar skaga næstum því 6 m. upp í loft. Hér er einnig hægt að dáðst af ótrúlega fallegum villtum blómum og jurtum frá tímabilinu ágúst til oktober. Það er ekki hægt að komast til Nambung með almennings samgöngum en hægt er að leigja 4x4 bíl eða fara í skipulagða ferð um svæðið.

Ticket2Travel.is finnur verð og flugtengingar með öllum flugfélögum sem fljúga til Ástralíu

 

 

 

shade