Flugmiðar og ferðir til Melbourne

Melbourne er næststærsta borg Ástralíu og var borgin höfuðborg landsins fram til ársins 1927. Þó svo að borgin sé stór þá er auðvelt að ferðast um og hér er hægt að taka sporvagna til hinna ýmsu staða. Hér eru einnig margir áhugaverðir og spennandi staðir eins og t.d. Queen Viktoria Market þar sem hægt er að kaupa nánast allt og Rialto Towers sem er 253 m og með panorama útsýni yfir borgina.
Ca. 10 km. frá miðbæ Melbourne er Brighton Beach með litaglöð lítil strandhús sem setja skemmtilegan og glaðan svip á svæðið. Einnig eru þjógarðarnir Wilson Promontory og The Grampians rétt fyrir utan Melbourne hér finnur þú margar og mismunandi upplifanir. Á leiðinni í Wilson Promontory þjóðgarðinn er oftast hægt að upplifa kengúrur og í þjóðgarðinum sjálfum er urmull af páfagaukum.  Í þjóðgarðinum The Grampaians eru góðar gönguleiðir upp á topp fjallanna sem eru mjög aflíðandi  öðrum megin og þegar upp er komið er útsýnið alveg stórkostlegt.

Ticket2Travel.is finnur verð og flugtengingar með öllum flugfélögum sem fljúga til Ástralíu

 

shade