Flugmiðar og ferðir til Brisbane

Brisbane er mikilvæg hafnarborg ásamt því að vera höfuðborg og menningarleg miðja Queenslands, borgin liggur við Kyrrahafsströndina og Brisbane River og er bæði heillandi og spennandi. Hér eru margir fallegir garðar og þægilegt loftslag og svo er hægt að sitja útivið á hinum mörgu kaffihúsum, veitingastöðum og börum bæði á daginn og kvöldinn mestan hluta ársins. Nálægt miðborginni er Lone Pine Koala Sanctuary sem var opnaður á sínum tíma til að bjarga Koalabjörnum í útrýmingarhættu, hér upplifir þú mörg önnur dýr frá Ástralíu m.a. kengúrur og emu fuglana. Út frá firðinum Moreton við Brisbane eru margar eyjar með fallegum ströndum og þjóðgörðum, þekktust er Moreton Island þar sem hægt er að upplifa og fóðra höfrunga.

Af áhugaverðum stöðum sem gaman er að heimsækja má nefna: Art Gallery, Tresury Building, Parliament House og Botanisk Garden. Ca. 8 km vestur af Brisbane er garðurinn Mount Goottha Park þar sem hægt er að sjá fjöllin við gullströndina eða Gold Coast sem er einn af helstu ferðamannastöðum landsins og héðan er einnig virkilega fallegt útsýni yfir að Moreton og Stradbroke Island.

Ticket2Travel.is finnur verð og flugtengingar með öllum flugfélögum sem fljúga til Ástralíu

shade