Flugmiðar og ferðir til Sydney
Sydney er stærsta borg Ástralíu og hér er allt sem stórborg hefur að geyma. Mikið af áhugaverðum og spennandi stöðum, mikið næturlíf, góð menning og fínir verslunarmöguleikar. Óperuhúsið Utzon er hálfgert vörumerki borgarinnar og er stórkostleg bygging. Sydney Harbour Bridge er einnig spennandi staður fyrir ferðamenn og sömuleiðis er Sydney Centerpoint Tower spennandi með stórkostlegt útsýni yfir borgina, turninn er í miðborginni og er 305m hár. Elsti hluti borgarinnar The Rocks er frá árinu 1788 og í dag er búið að gera upp gömlu byggingarnar sem eru nú vinsæll staður með verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum og hótelum. Circular Quay er miðja hafnarsvæðisins og héðan siglir ferjan m.a. til Manly Beach. Héðan getið þið einnig tekið græna rútu „555“ sem keyrir á 10 mín. fresti frá Circular Quay og Central Station og stoppað á leiðinni við áhugaverða staði í borginni.
En Sydney býður uppá meira en höfn og óperuhús. Hér eru 30 fallegar strendur og þekktust er ströndin Bondi Beach. Strendurnar liggja ekki langt frá Sydney og hér er hægt að slaka á og njóta þess að vera í fríi. Norðvestur af Sydney er Hunter Valley, bestu vínhéruð í New South Wales. Hér er möguleiki á að heimsækja gróskumikla vínakra og vínframleiðendur sem bjóða upp á bæði vínsmökkun og kynningu.
Síðan er svæðið suðvestur af Sydney þar sem fjallakeðjan Blue Mountains liggur. Nafnið Blue Mountain er komið af eukalyptustjánum á svæðinu sem gefa frá sér sérstaka olíu í gegnum blöðin og svo þegar sólin skín þá myndast oft blátleitur bjarmi yfir og við fjöllin. Á þessu svæði getið þið einnig séð klettamyndirnar „3 systur“ Samkvæmt infæddum – þá segir sagan að þrjár systur Meehni, Wimlah og Gunnedoo voru hrifnar af mönnum frá öðrum ættflokki. En til að koma í veg fyrir hjónabönd systranna þá breitti frændi þeirra þeim í þessar klettamyndir, en því miður þá dó frændinn áður en hann gat breitt þeim aftur.
Ticket2Travel.is finnur verð og flugtengingar með öllum flugfélögum sem fljúga til Ástralíu
