Flug og flugmiðar til Munchen

München liggur í Bayern, c.a. 50 km frá Ölpunum og er 3ja stærsta borg í Þýskalandi, stórfljótin Donau og Main fljóta ígegnum borgina og hér er einnig einn af stærstu borgar görðum Evrópu, Enski garðurinn sem íbúar München nýta sér mikið. Stutt frá borginni eru falleg lítil fjallaþorp sem gaman er að heimsækja, prófið litla og huggulega veitingastaði í fjallaþorpunum sem og kaffihús.  München  sem er ein af vinsælustu borgum Þýskalands hefur uppá margt að bjóða, hér er mikið af góðum og spennandi veitingastöðum, fínum hótelum, mörg stór og flott söfn, Frúarkirkjan og hin heimsfræga október fest sem varir í heila 16 daga og dregur milljónir af ferðamönnum að ár hvert. Hér er einnig hið þekkta fótboltalið Byern- München.

Áhugaverðir og spennandi staðir í München.

Oktober fest:
Hin fræga Oktober festival er haldin ár hvert frá 20. september til 5. október og hingað koma milljónir  manns á hverju ári. Hér er meiriháttar stemning og hér tíðkast að drekka oktober fest bjór og smakka á bayernskum kræsingum. Hér er m.a. fyrir utan fólksfjöldann hringekjur, flottir þjóðbúningar og mikið af bjórtjöldum.

Höfbräuhaus:
Höfbräuhaus er elsta bruggverksmiðja í München þar sem þú getur upplifað frábæra „Bierstube“. Bruggverksmiðjan er sú þekktasta í Þýskalandi og hér er oft mikið af fólki. Bruggverksmiðjan er á Am Platzl 9, 80331 München.

Marienplatz:
Marienplatz er einn af áhugaverðustu stöðum í München. Á hverjum degi kl. 11:00 er spilað klukkuspil á Marienplatz og það er mjög auðvelt að komast til og frá staðnum. Á svæðinu eru margar flottar byggingar sem eru efni í frábærar myndir, einnig eru hér margir veitingastaðir og kaffihús.

Frauenkirche:
Frauenkirche er staðsett í hjarta borgarinnar við hið fræga Marienplatz og er stórkostleg bygging frá 15 hundruð sem áhugavert er að skoða. Kirkjan er stærsta kirkjan í München og turnarnir sem eru 98 m háir sjást vel hvar sem maður er staðsettur í borginni.

BMW Museum:
Þetta gríðalega stóra safn er upplagt að heimsækja fyrir bílaáhugafólk og þá sérstaklega bílamerkið BMW. Safnið er staðsett nokkra kílómetra norður af miðbænum.

Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Munchen

shade