Evrópa  >  Þýskaland  >  Köln

Flug og flugmiðar til Kölnar

Borgin Köln er fjórða stærsta borg Þýskalands með rúmlega milljón íbúa og er borgin staðsett vestarlega í landinu við ána Rín. Borgin liggur á milli hásléttanna og fjallakeðjunnar Eifel í vestri og Bergisches lands í austri og er því vel varin gegn veðri og vindum sem gerir það að verkum að í borginni er milt og þægilegt loftslag.

Margar fallegar og gamlar byggingar er að finna í borginni eins og hin fallega og stóra dómkirkja sem er þriðja hæsta kirkja heims, 157m og er kirkjan á heimsminjalista UNESCO. Hér er einnig áhugavert að skoða Severingshliðið sem er stórt hlið frá 12. öld og er úr gamla borgarmúrnum.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum

shade