Flug og flugmiðar til Hamborgar
Hamborg er falleg hafnarborg staðset við fljótið Elba og er næst stærsta borgin í Þýskalandi með um 1,8 milljón íbúa. Það er aðeins um 2ja tíma keyrsla frá landamærum Danmerkur til Hamborgar og þá er hægt að upplifa borg með mikið af grænum og opnum svæðum eins og garðinn Planten un Blomen sem er virkilega fallegur, svo eru spennandi borgarhlutar og spennandi verslunarmöguleikar, sögulegar minjar, falleg stöðuvötn, síki og höfn sem er önnur stærsta höfn í Evrópu. En það er einnig bara yndislegt að rölta um og upplifa lífið, fá sér t.d. góðan bolla af kaffi á Kaffeerösterei í Speicherstadt sem liggur við eitt af gömlu pakkhúsunum í Hamborg. Hér eru ilmandi kaffisekkir frá öllum heimshornum ásamt öðrum spennandi hlutum sem eru tengdir kaffi og keffimenningu. Svo er ógleymanlegt að koma til Hamborgar í desember og upplifa þar stóran og huggulegan jólamarkað, en jólamarkaðir eru jú einnig í mörgum öðrum borgum Þýskalands sem er virkilega þess virði að upplifa.
Áhugaverðir staðir í Hamborg.
Ráðhúsið:
Flott ráðhús sem skartar turni sem gnæfir vel 100 m upp í loftið og um 20 styttur af gömlum konungum og keisurum frá Þýskalandi. Það er einnig hægt að fara innfyrir í skipulagða skoðunarferð og upplifa m.a. fallega og skreitta sali.
St. Michaelis kirkja:
St. Michaelis kirkja er eitt af táknum Hamborgar og er kirkjan með 130 m háan kobarklæddan turn sem hægt er að fara uppí og þaðan er virkilega fallegt útsýni yfir borgina og höfnina.
Hafen City:
Hafnarsvæðið Hafen City er ótrúlega spennandi nýtt hverfi sem er iðandi af lífi og er búist við að verði alveg tilbúið árið 2025, hér er margt hægt að upplifa eins og flottan arkitektúr, spennandi menningu, verslanir og margt annað.
Hamburger Fischmarkt:
Fiskimarkaðurinn í Hamborg er upplifun fyrir alla fjölskylduna en hann opnar snemma á sunnudagsmorgnum eða fyrstu básarnir opna kl. 5:30. Hér er hægt að versla ýmislegt eins og ávexti, fisk og falleg blóm og í höllinni er oft spiluð lifandi tónlist á morgnana.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugfélög sem fljúga til og frá Hamborg
