Flug og flugmiðar til Frankfurt

Frankfurt er staðsett við ána Main og héðan liggja vegir á allar áttir. Það er jú hingað sem hraðbrautirnar frá m.a. Köln, Hamborg, Hannover og Würzburg leiða og síðan eru bæði flugvöllurinn og lestarstöðin með fjölförnustu áfangastöðum í Evrópu. Hingað fljúga bæði Icelandair og Lufthansa beint frá Keflavík. Frankfurt er einnig fjármálamiðstöð Þýskalands og þar er m.a. Deutszhe Bundesbank, Europa´s Centralbank og Frankfurt-börsen.     
Stórborgin  býður að sjálfsögðu uppá mikið af veitingastöðum, börum og næturlífi og hér er spennandi að rölta um og versla á Zeil verslunargötunni en þar eru m.a. verslunarmollin MyZeil og Zeilgalerie, síðan er mikið af flottum merkjavörum  að finna á Goethestrasse og á hverjum laugardagsmorgni er markaður á bökkum Main fljótsins. Í miðborg Frankfurt er Römerberg aðaltorgið og hér safnast fólk saman, hér eru gömul hús sem hallast upp að hvert öðru og hér eru einnig gamlar minjar eins og Nikulásarkirkjan og gamla ráðhúsið frá 1322 sem hefur verið endurbyggt nokkrum sinnum. 

Áhugaverðir staðir í Frankfurt.

Goethe Museum:
Söguleg upplifun, safn sem er þess virði að heimsækja. Frankfurt er einnig heimabær Goethe sem fæddist þar árið 1749.

Palmengarten:
Spennandi, fallegur og rólegur garður í Frankfurt sem er yndislegt að rölta um. Hér er m.a. glæsilegur rósagarður og gríðalega stórir kaktusar.

Main Tower:
Frá Main Tower er stórkostlegt útsýni yfir borgina í góðu veðri. Þú ferð uppí 200 m hæð og þú getur lesið þig til um áhugaverða staði og helstu bygginar.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Frankfurt

shade