Flug og flugmiðar til Dusseldorf

Düsseldorf er höfuðborgin í Nordrhein-Westfalden, staðsett við rínarfljót og c.a. 25 km norður af Köln. Hér finnast margir áhugaverðir og spennandi staðir eins og Benrath höllin, Hofgarten og öðruvísi arkitektúr eftir Guggenheim arkitektinn, Frank Gehry. Svo lífgar stórfljótið Rín heldur betur upp  borgarmyndina og er gaman að ganga meðfram fljótinu því hér er alltaf líf og mikið af fólki og það er áhugavert af fylgjast með fljótaprömmunum sigla rólega upp og niður fljótið. Það er einnig huggulegt að ganga um verslunargötuna Königsallee þar sem há kastaníutréin standa meðfram götunni og svo er upplagt að fá sér hinn dökka Alt bjór og góðan mat á einum af veitingastöðum borgarinnar.

Áhugaverðir staðir í Düsseldorf.

Lambertuskirkjan:
Lambertuskirkjan er með elstu byggingum Düsseldorf eða frá 12. öld. Við bruna árið 1815 bognaði  viðurinn í kirkjuturninum og er hann því svolítið skakkur.

Jazz tónlistarhátíð: 
Í júní á hverju ári er haldin stór Jazz tónleikahátíð í Düsseldorf og er hátíðin haldin utandyra á hinum ýmsu stöðum um borgina.

Gamli bæjarkjarninn:
Hér eru tæplega 300 kaffi – og veitingastaðir ásamt börum á huggulegu ferkílómetrasvæði svo af nógu er að taka og hér er gott að rölta um göturnar, verlsa eitthvað spennandi eða bara njóta lífsins.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til og frá Dússeldorf

shade