Flug og flugmiðar til Berlín
Berlín er sögufræg stórborg og höfuðborg Þýskalands. Í tæp 30 ár var borginni skipt í tvo gjörólíka heima með Berlínarmúrnum, austur hlutinn og vestur hlutinn en eftir fall múrsins árið 1989 hafa verið gerðar miklar breytingar í að gera Berlín að miðpunkti landsins. Hér eru margir sögulegir staðir og minnismerki, meira en 170 söfn, 3 óperuhús, 35 leikhús, ógrynni af kaffihúsum, pöbbum og veitingastöðum og svo eru góðir verslunarmöguleikar á m.a. aðalverslunargötunni Kurfürstendamm eða í stærsta molli Evrópu KaDeWe svo af nógu er að taka í þessari sögufrægu borg.
Áhugaverðir og sögufrægir staðir í Berlín.
Berlínarmúrinn:
Þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 streymdu listamenn að til að mála á gráan steininn, en það er sama og ekkert eftir af þessum sögulega múr í dag, lengsta heila stykkið af múrnum er hægt að sjá við norðurhlutann meðfram fljótinu Spree en þar er East Side Gallery. En hluti af þeim múr var fjarlægður árið 2013 til að skapa pláss fyrir nýjar íbúðir.
Brandenburger Tor:
Brandenburger Tor er stórkostlegt borgarhlið byggt árið 1731 og er eina varðveitta borgarhliðið til Berlínar. Við fall múrsins var hliðið endurbyggt og er nú tákn fyrir sameiningu landsins /borgarinnar.
Checkpoint Charlie:
Checkpoint Charlie var hið þekkta landamærahlið staðsett á Friedrichstaze sem skildi að austur og vestur Berlín.
Unter den Linden:
Reglulega falleg gönguleið frá Brandenborgarhliðinu að hallarbrúnni rétt hjá dómkirkjunni. Hér áður fyrr gat konungsfólkið ferðast þessa leið til og frá borginni. Hér standa falleg lindatré meðfram götunni á tæplega 2ja km kafla.
Alexanderplatz:
Alexanderplatz er eitt þektasta torg í Berlín og ber nafn sitt af heimsókn hins rússnesnka zar Alexanders 1. árið 1805. Hér er m.a. ein af fjölförnustu lestarstöðum í Evrópu og er mikill fólksfjöldi sem notar neðanjarðarlestarnar á þessu torgi.
Postdamer Platz:
Postdamer Platz var sá staður þar sem annríki ríkti fyrir stríðsárin, árið 1924 voru um 60.000 bílar, hestvagnar, hjól og fl. sem fóru um torgið og var því fyrsta götuljós í Evrópu sett upp hér á því ári. Á stríðsárunum var torgið sprengt í tætlur og nú síðast árið 1989 þegar múrinn féll, var aftur spiluð tónlist á Postdamer Platz.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Berlín
