Flug og flugmiðar til Þýskalands

Þýskaland nær yfir stórt svæði og hér er ótrúlega margt spennandi að upplifa bæði fallega náttúru og mikla sögu. Hér eru einnig fallegar borgir, ótrúlegar minjar og áhugaverðir staðir eins og Brandenborgarhliðið, Heidelberg kastali, Berlínarmúrinn eða það litla sem er eftir af múrnum en ef þið skoðið Checkpoin Charlie safnið sjáið þið góðar myndir af múrnum ásamt áhugaverðum hlutum og fl. um múrinn. Einnig er Minnismerkið um fallna Gyðinga og litla safnið sem er neðanjarðar afar áhrifaríkt og „hér setur mann hljóðan“ Oktoberhátíðin er heimsins stærsta bjórhátíð sem hefur verið haldin allt frá árinu 1810 og er virkilega gaman að upplifa.

Af fallegum stöðum í Þýskalandi þá er Svartiskógur ofarlega á topp 10 listanum, hér er mikið ferðamannasvæði enda fallegt og gróskumikið og hér er m.a. hægt að kaupa hinar skemmtilegu gauksklukkur. Rínar og Mósel dalirnir eru annað svæði sem er ótrúlega fallegt með tignarlegum kastölum og borgarvirkjum á toppi fjallanna og vínekrum um allar hæðir, hér er virkilega huggulegt að heimsækja litla vínkjallara og fá að smakka á mismunandi hvítvínstegundum frá svæðinu. Síðan er hægt að kaupa sér glas af völdu víni og setjast með það út í sólina og njóta.

Berlín er höfuðborg Þýskalands og stærsta borg landsins en hér eru margar aðrar fallegar og áhugaverðar borgir sem gaman er að heimsækja eins og Munchen, Frankfurt, Dusseldorf, Hamborg, Köln og Stuttgart.

Ticket2Travel sýnir öll flugfélög sem fjúga til Þýskalands, berið saman flugfélög og flugverð á Ticket2Travel.is

 

Berlin
Berlin

Berlín er sögufræg stórborg og  höfuðborg Þýskalands. Í tæp 30 ár var borginni skipt í tvo gjörólíka heima með Berlínarmúrnum, austur hlutinn og vestur hlutinn en eftir fall múrsins árið 1989 hafa verið gerðar miklar breytingar í að gera Berlín að miðpunkti landsins

Dusseldorf
Dusseldorf

Düsseldorf er höfuðborgin í Nordrhein-Westfalden, staðsett við rínarfljót og c.a. 25 km norður af Köln. Hér finnast margir áhugaverðir og spennandi staðir eins og Benrath höllin, Hofgarten og öðruvísi arkitektúr eftir Guggenheim arkitektinn, Frank Gehry.

Frankfurt
Frankfurt

Frankfurt er fjármálamiðstöð þýskalands en þar fyrir utan hefur hún margt uppá að bjóða, Sachsenhausen, gamli bærinn, söfn og veitingarhús í heimsklassa. Icelandair og Lufthansa flúga beint frá Keflavík til Frankfurt.

Hamburg
Hamburg

Hamborg er falleg hafnarborg staðset við fljótið Elba og er næst stærsta borgin í Þýskalandi með um 1,8 milljón íbúa. Það er aðeins um 2ja tíma keyrsla frá landamærum Danmerkur til Hamborgar og þá er hægt að upplifa borg með mikið af grænum og opnum svæðum...

Köln
Köln

Borgin Köln er fjórða stærsta borg Þýskalands með rúmlega milljón íbúa og er borgin staðsett vestarlega í landinu við ána Rín. Borgin liggur á milli hásléttanna og fjallakeðjunnar Eifel í vestri og Bergisches lands í austri og er því vel varin gegn veðri og vindum sem gerir það að verkum...

Munich
Munich

München liggur í Bayern, c.a. 50 km frá Ölpunum og er 3ja stærsta borg í Þýskalandi, stórfljótin Donau og Main fljóta ígegnum borgina og hér er einnig einn af stærstu borgar görðum Evrópu, Enski garðurinn sem íbúar München nýta sér mikið.

shade