Flugmiðar til Júgóslavíu
Júgóslavía var land á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu mestalla 20. öldina. Nafnið þýðir „land suður-Slavanna“. Í raun var um að ræða þrjú aðskilin ríki sem komu hvert á eftir öðru. Fyrsta ríkið var konungdæmi sem stofnað var 1. desember 1918 undir nafninu Konungdæmi Serba, Króata og Slóvena.
Eftir upplausn Júgóslavíu stóðu tvö sambandsríki eftir, Serbía og Svartfjallaland, og þau stofnuðu þá hið svokallaða Sambandslýðveldi Júgóslavíu. Árið 2001 var samþykkt að hætta að nota Júgóslavíunafnið og tók sú breyting gildi 4. febrúar 2003. Arftaki sambandslýðveldisins var hið laustengda bandalag Serbía og Svartfjallaland en árið 2006 var ákveðið að leysa þetta ríki upp.
Á því svæði sem kallaðist Júgóslavía eru í dag 6 ríki: Slóvenía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína, Norður-Makedónía, Svartfjallaland og Serbía.
