Evrópa  >  Tyrkland  >  Istanbúl

Flug og flugmiðar til Istanbul

Borgin Istanbul sem hefur verið kölluð Byzans og Konstantinopel er eina borgin í heiminum sem er staðsett á tveimur heimsálfum, þar sem vestari hlutinn er staðsettur í Evrópu og austari hlutinn í Asíu. Það er því ekkert skrítið að vegna staðsetningar borgarinnar að hún er sögulegur miðpunktur fyrir menningu, verslun, list, trú ásamt fl. og margt í borginni ber vitni um báðar heimsálfurnar.
Bara til að nefna nokkra áhugaverða staði þá er Hagia Sofia safnið og bláa moskan algjörlega þess virði að heimsækja. Einnig er Topkapi höllin ofarlega á listanum yfir spennandi staði og að sjálfsögðu hinir mörgu Bazarar í istanbul þar sem prúttað er um alla hluti allt frá austurlenskum teppum yfir í fallegar leðurvörur.

Áhugaverðir og spennandi staðir og byggingar

Hvort heldur þú ert ungur eða gamall, með áhuga á sögu og menningu, verslunarmöguleikum eða matarupplifunum ásamt fallegu útsýni yfir Bosporusfljótið þá hefur Istanbul eitthvað fyrir alla. Hér finnur þú stórkostlegar byggingar, moskur og kirkjur.

Í gamla borgarhlutanum Sultanahmet getur þú heimsótt Bláu Moskuna, Hagia Sofia, Basilica Cistern og hina gömlu markaði Grand Bazaar og Egyptian Spice Bazaar.
Verslunarleiðangur með meiru í borgarhlutanum Taksim og svo er upplagt að prófa að lifa eins og íbúi í Istanbul, borða morgunmat á einu af hinum mörgu götukaffihúsum, fara í Hamam (tyrkneskt bað) fara í cruise bátana meðfram Bosporus og endið daginn með bolla af góðu tei og vatnspípu meðal íbúa borgarinnar.
Matarmenningin er einnig mjög spennandi með mörgum sérréttum og sætum eftirréttum.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Istanbúl

shade