Evrópa  >  Tyrkland  >  Bodrum

Flug og flugmiðar til Bodrum

Bodrum er einn vinsælasti ferðastaður Tyrklands og er staðsettur á suðvestur horni Bodrum skagans ásamt mörgum öðrum huggulegum fiskibæjum. Hér er helsta tákn staðarins Bodrum höllin sem er ein af best varðveittu höllum frá miðöldum og er í dag nýtt sem safn. Einnig er hægt að sjá restarnar af grafhýsi Mausolos við Halikarnassons.

Í austari hluta Bodrum er mikið líf og mikið af veitingastöðum, börum og  næturklúbbum ásamt fallegri sandströnd en í vestari hlutanum við höfnina er meira afslappað andrúmsloft og verðlagið aðeins dýrara. Í Bodrum er spennandi að prófa tyrkneskt bað sem er kallað Haman og einnig er hægt að prófa leirböð, svo eru góð tilboð á köfun og sjóskíðum nálægt Vass og á Tropical Camel Beach er hægt að ferðast um á cameldýri.

Ef þú hefur áhuga á að ferðast út frá Bodrum þá eru daglegar siglingar á ferðamannatímanum til nærliggjandi grískra eyja eins og Kos, Simi og Rhodos.

Ticket2Travel.is finnur ódýrustu flugverðin og bestu flugleiðirnar með öllum flugfjélögum til Tyrklands og Bodrum

shade