Flug og flugmiðar til Adana
Adana er staðsett við bakka Seyhan fljótsis á suðausturströnd Tyrklands og er ein af borgum landsins sem er hvað fjölmennust, hér búa um 1,5 milljón manns. Borgin skiptist í gamla hlutann sem er í miðborginni og svo í nýtísku háhýsi með útsýni yfir Seyhanstífluna og er mjög fallegt að keyra meðfram Seyhan fljótinu og njóta um leið útsýnisins, hér sitja oft margir íbúar staðarins á kvöldin, njóta þess að drekka kaldan bjór og finna fyrir kyrrðinni sem er við fljótið. En það er einnig áhugavert að ferðast fótgangandi um miðborgina og dáðst af mörgum stórkostlegum og gömlum byggingum.
Hér finnur þú t.d. mikið af moskum frá árinu 1500 sem er áhugavert að skoða, sú mikilvægasta er án efa Ulu Cami sem er stórkostleg steinbygging sem minnir á moskurnar í stórborgunum Aleppo og Damaskus. Aðalmoskan er samt Sabanci Merkes sem er þekkt fyrir að vera stærsta moska Tyrklands og er mjög einkennandi m.a. vegna hinna 6 turna sem skaga hátt til himins.
Justinianus brúin sem er meira en 2.000 ára gömul er einnig falleg og gaman að skoða.
Ticket2Travel.is leitar og finnur allar flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Adana
