Flug og flugmiðar til Tyrklands

Tyrkland er spennandi ferðamannaland með breiðar sandstrendur, stórbrotna náttúru  og er landið ótrúlega fallegt. Hér eru sögulegar minjar eins og fornminjarnar í borginni Efesos þar sem þú sérð  marmaralagðar götur í hinni rúmlega 2000 ára gömlu borg eða borgina Troja frá Homér´s Illiade. Það er einnig stórkostleg uppplifun að sjá kalksteinssvalirnar í Pamukkala sem líkist einna helst ís- eða snjólandslagi, einnig er og  spennandi að kynnast menningu og hefðum landsmanna, prófið tyrkneskt bað og smakkið mismunandi te á sölutorgunum.

Höfuðborgin í Tyrklandi  heitir Ankara, en langfjölmennasta borgin er Istanbul þar sem margt er að  upplifa m.a. Suleymaniye moskuna, Sultanahmet Distrik og Hagia Sofia safnið.
Tyrkland er með landamæri að Grikklandi og Búlgaríu að vestan, Írak og Sýrlandi að sunnan og löndunum Georgíu, Armeníu, Aserbaítsjan og Íran að austan. Fyrir norðan landið er Svartahafið og Miðjarðarhafið fyrir sunnan.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Tyrklands.

Adana
Adana

Adana er staðsett við bakka Seyhan fljótsis á suðausturströnd Tyrklands og er ein af borgum landsins sem er hvað fjölmennust, hér búa um 1,5 milljón manns. Borgin skiptist í gamla hlutann sem er í miðborginni og svo í nýtísku háhýsi með útsýni yfir Seyhanstífluna...

Ankara
Ankara

Höfuðborgin Ankara sem er staðsett í mið Tyrklandi og er næst stærsta borg landsins er ekki eins vinsæll ferðamannastaður og Istanbul og eru margir sem stoppa aðeins stutt í Ankara á leið áfram t.d. til Konya eða Cappodici, en borgin býður engu að síður uppá  spennandi staði...

Bodrum
Bodrum

Bodrum er einn vinsælasti ferðastaður Tyrklands og er staðsettur á suðvestur horni Bodrum skagans ásamt mörgum öðrum huggulegum fiskibæjum. Hér er helsta tákn staðarins Bodrum höllin sem er ein af best varðveittu höllum frá miðöldum og er í dag nýtt sem safn...

Istanbúl
Istanbúl

Borgin Istanbul sem hefur verið kölluð Byzans og Konstantinopel er eina borgin í heiminum sem er staðsett á tveimur heimsálfum, þar sem vestari hlutinn er staðsettur í Evrópu og austari hlutinn í Asíu. Það er því ekkert skrítið að vegna staðsetningar borgarinnar að hún er sögulegur miðpunktur fyrir...

Izmir
Izmir

Á vesturströnd Tyrklands við Miðjarðarhafið liggur hafnarborgin Izmir sem er bæði hugguleg og nýtískuleg borg. Izmir er sú þriðja stærsta í landinu og næststærsta hafnarborg sem liggur við stórann flóann umkringd fjöllum...

shade