Flug og flugmiðar Prag
Prag er virkilega falleg borg með þröngum steinilögðum götum, litlum verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum sem eru umvafin fallegum og gömlum byggingum og spennandi andrúmslofti. Prag er jafnframt höfuðborg Tékklands sem er staðsett vestanlega í miðju landinu.
Áin Moldá rennur í gegnum borgina og tengir hin fræga Karlsbrú miðborgina sem er í austurhlutanum við kastalahæðina sem er í vesturhlutanum. Karlsbrúin er elsta steinbrú í Evrópu og helsta kennileiti í Prag og er brúin ½ kílómetri að lengd og 30 fallegar helgistyttur prýða brúnna. Á þessari gömlu brú er yndisleg stemning og fjölbreitt líf, hér mætast borgarbúar, ferðamenn, listamenn og sölufólk og njóta bæði útsýnisins og andrúmslofstins.
Svo er gamli borgarhlutinn sem þarf einnig að upplifa með sína sérstöku stemningu og fallegar byggingar, hér röltir maður um steinilagðar götur, kíkir í búðir og stoppar síðan á kaffihúsi eða krá í litlum götum og sundum.
Áhugaverðir staðir og kennileiti í Prag
Fyrir utan Karlsbrúnna þá er ógrynna af öðrum spennandi og áhugaverðum stöðum í Prag eins og t.d.
Höllin í Prag Prazský hard sem trónir yfir Moldá fljótinu með fallegt útsýni yfir borgina og St. Vitusar domkirkjan sem er virkilega falleg kirkja, einnig er áhugavert að sjá Astronomical Clock eða stjörnuúrið frá árinu 1410 sem er staðsett á gamla Ráðhústorginu, Heimili Franz Kafka er staðsett í ævintýralegri og þröngri götu með litlum og litaglöðum húsum og Gamli gyðinga kirkjugarðurinn frá árinu 1478 ásamt gyðinga hverfinu og safni, svo er upplagt að taka sporvagn no 22 sem fer með þig um fallega staði í Prag, Hið dansandi hús frá árinu 1997 eða Fred og Ginger sem er skrifstofu og verslunarhús er einnig gaman að sjá.
Ticket2Travel,is finnur og ber saman flugleiðir, tengiflug og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga frá Keflavík til Prag og þau eru öll bókanleg á Ticket2Travel.is
