Flug og flugmiðar Tékklands
Tékkland er staðsett miðsvæðið í mið Evrópu og er að miklu leyti umkringt fjallagörðum, í norðri liggur landið að Póllandi, í vestri að Þýskalandi í suðri að Austurríki og í austri að Slóvakíu.
Í Tékklandi er stórkostleg náttúra og margir gamlir og fallegir bæir með áhugaverðum og sögulegum byggingum eins og Karlstein höllin sem er 30 km suðvestur af höfuðborginni Prag og bærinn Cesky Krumlov sem er gamall miðaldarbær sem líkist einna helst mynd á póstkorti. Bæirnir Karlovy Vary og Marianske Lazne eru bæði spennandi, fallegir og vinsælir spa bæir.
Landið er skógi vaxið með fjallakeðjur í norðri og austri og þar er að finna hæsta fjall Tékklands Snætind sem er 1.602 m hátt og þökk sé m.a. fljótunum Elbu og Moldá þá er landið einnig mjög frjósamt.
Ticket2Travel.is finnur og ber saman öll flugfélög sem fljúga til Tékklands
Flugfélagið Czexh Airlines býður uppá beint flug frá Keflavík til Prag sumarið 2017
Brno
Þó svo að frekar erfitt sé að bera fram nafnið á þessum bæ á nær öllum tungumálum þá er bærinn fallegur ferðamannabær sem er staðsettur á milli fallegra víngarða og náttúrusvæðis þar sem eru há fjöll og dalir, klettar og fljót. Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum til Brno
Prag
Prag er virkilega falleg borg með þröngum steinilögðum götum, litlum verslunum, veitingastöðum og kaffihúsum sem eru umvafin fallegum og gömlum byggingum og spennandi andrúmslofti. Ticket2Travel ber saman flugverð og flugleiðir til Prag með öllum flugfélögum sem fjúga þangað.
