Flug og flugmiðar til Stokkhólms

Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar og ótrúlega falleg borg sem oft er kölluð Feneyjar norðursins en miðborgin er staðsett á austurströnd Svíþjóðar og breiðir sig yfir 14 eyjar í skerjagarðinum og eru 53 brýr sem tengja eyjarnar.

Í Stokkhólmi eru margir áhugaverðir staðir, Gamla Stan sem er elsti hluti Stokkhólms er alltaf gaman að skoða og fá sér góðan kaffibolla á hinum mörgu kaffihúsum sem þar eru, hér eru m.a. steinilagðar þröngar götur, gömul hús allt frá 1600 og Konunglega Höllin. Vasa safnið er einnig áhugavert að skoða þar sem hægt er að sjá og lesa um sögu skips sænska flotans frá árinu 1628 og svo er alltaf yndislegt að rölta um Skansen. Junibakken þarf einnig að heimsækja þar sem allar þekktar barnabækur Astrid Lindgren eru vaktar til lífsins, þetta safn er fullt af leik og upplifunum.

Það eru einnig mörg önnur spennandi söfn eða meira en 70 talsins sem hægt er að skoða, einnig eru um 100 listagalleri og mörg hundruð veitingastaðir sem gott er að setjast niður á og njóta lífs og matar.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Stokhólmi

shade