Evrópa  >  Svíþjóð  >  Malmö

Flug og flugmiðar til Malmö

Malmö er staðsett stutt frá Kaupmannahöfn og hefur stór og flott Eyrarsundsbrúin sem var vígð árið 2000 og tengir þessar borgir gjörbreitt öllum samgöngum til Malmö. Það tekur aðeins um 30 mín að fara frá Kaupmannahöfn til Malmö og ef þú ert á flugvellinum í Kastrup þá tekur aðeins um 20 mín að fara yfir til Malmö. Borgin er sú 3ja stærsta í landinu og jafnframt syðsti bær.

Hér er mikið af góðum veitingastöðum og huggulegum kaffihúsum og svo er bæði gott og mikið úrval af verslunum ef maður er í verslunarhugleiðingum. Háhýsið Turning Torso sem stendur niður við sjó og er 190 m hátt er eitt af vörumerkjum borgarinnar og í ágúst á hverju ári er „Malmö Festival“ sem dregur mörg þúsund manns að og hefur hátíðin verið haldin frá árinu 1985.

 

shade