Evrópa  >  Svíþjóð  >  Kiruna

Flug og flugmiðar til Kiruna

Kiruna er nyrsti bær í Svíþjóð og er staðsettur rúma 145 km norður af norður heimskautsbaug og er álíka langt frá Malmö í suður Svíþjóð til Kiruna í norður Svíþjóð og frá Malmö til Rómar á Ítalíu eða alls um 1.900 km. Áhugaverðir staðir eru t.d. kirkjan í Kiruna, safnið Samegarden Museum, Wildness Tour þar sem ferðast er um á sleða sem dreginn er af sleðahundum og er stórkostleg upplifun og svo norðurljósaferð sem er alltaf mikilfenglegt að upplifa.

Veðurfarið á þessum norðlægu slóðum er jú frekar kalt og er mikill munur á sumri og vetri. Sumrin eru stutt í mesta lagi 3 mánuðir á ári en veturnir langir, kaldir og snjóþungir og er yfirleitt snjór í bænum frá október mánuði fram í maí mánuð. Meðalhitinn í janúar er um -14 gráður en í júní um + 12 gráður. Íbúar Kiruna eru tæplega 20.000 talsins.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Kiruna

shade