Flug og flugmiðar til Gautaborgar

Á vesturströnd Svíþjóðar liggur næst stærsta borg landsins, borgin Gautaborg og fyrir utan borgina er skerjagarðurinn með mörgum spennandi og fallegum eyjum sem er spennandi að sigla til og skoða sig um í rólegu og fallegu eyjaumhverfi.
Af áhugaverðurm stöðum og byggingum má nefna: Lisebergs skemmtigarðinn sem er staðsettur í miðri Gautaborg og er gaman að rölta þar um, Gautaborg Stadsmuseum er áhugavert að heimsækja og er safnið frá árinu 1750, Batanical Garden sem er virkilega fallegur garður og var valinn fallegasti garður í Svíþjóð árið 2003.
Slottskogen er bæði fallegur og spennandi garður með mikið af afþreyingarmöguleikum, Volvo safnið er áhugavert að skoða fyrir bílaunnendur og svo er Feskekörka staður sem gaman  er að heimsækja byggingin er frá árinu 1874 og líkist kirkjubyggingu að utan en er flottur og spennandi fiskimarkaður þar sem einnig er hægt að fá sér að borða á flottum veitingastöðum sem  bjóða m.a. uppá allt það besta frá hafinu. Það er síðan alltaf huggulegt að rölta um gömlu hverfin í borgunum og í Gautaborg er Haga hverfið frá 1700 bæði elsta og mest spennandi hverfið í borginni.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Gautaborgar

shade