Flug og flugmiðar til Svíþjóðar

víþjóð er spennandi land að ferðast í, landið er eitt af Norðurlöndunum og er einnig fjölmennast af þeim. Frá norðri til suðurs eru 1.572 km og flestir íbúanna búa í suðurhluta landsins. Þar eru einnig smálöndin sem er yndislegt að ferðast um, keyra framhjá litlum rauðum eða gulum tréhúsum þar sem reykur liðast upp frá einum og einum strompi, upplifa falleg vötn, há tré og greniskóga og mikla ró. Fara í  ævintýragarð Astrid Lindgren og upplifa Pippi Langström, Emil í Kattholti, Ronju Ræningjadóttir og fl. Einnig er gaman að heimsækja glerverksmiðjurnar í smálöndum eins og Kosta Boda, Bergdala og Orrefors.

Sænski skerjagarðurinn er einnig virkilega fallegur staður að heimsækja og breiðir úr sér í c.a. 80 km  frá höfuðborginni. Hér er hægt að sigla á milli gróskumikilla smáeyja og kletta í þúsundatali og búa í smáhúsum á stærri eyjunum þar sem ríkir kyrrð og friður.
Mikið af landinu er skógi vaxið og í norðurhlutanum er mikið um barrtré en skandinavíufjöllin þekja vesturhlutann við landamæri Noregs. Þegar maður talar um Svíþjóð má maður ekki heldur gleyma IKEA, ABBA, Roxette, Absolut Vodka og Volvo svona bara til að nefna nokkra hluti sem hafa gert svíana heimsfræga.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Svíþjóð

Gautaborg
Gautaborg

Á vesturströnd Svíþjóðar liggur næst stærsta borg landsins, borgin Gautaborg og fyrir utan borgina er skerjagarðurinn með mörgum spennandi og fallegum eyjum sem er spennandi að sigla til og skoða sig um í rólegu og fallegu eyjaumhverfi.

Kiruna
Kiruna

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Kiruna. Það er hægt að kaupa einn flugmiða alla leið til Kiruna frá Keflavík, farangur innritast alla leið og ef það verða seinkanir þá sér flugfélagið um ykkur.

Lulea
Lulea

Langt uppi í norður Svíðþjóð í botni Botniska fjarðarins er einstaklega falleg og spennandi perla með áhugaverða menningasögu og náttúruupplifanir, þetta er bærinn Lulea sem er fallegur bær stutt frá landamærum Finnlands með íbúafjölda sem er tæplega 50.000 manns.

Malmö
Malmö

Stundum getur borgað sig að kaupa flugmiða til Malmö í stað Kaupmannahafnar, Ticket2Travel.is ber saman öll flugfélög, flugleiðir og verð til Malmö

Stockholm
Stockholm

Fyrir utan að við getum boðið uppá ódýra flugmiða til Stokkhólms þá er oft hægt að komast þaðan áfram ódýrt eins og til landanna við Eystrasalt, Rússlands og eða út um allan heim.

Umeaa
Umeaa

Á austurströnd Svíþjóðar c.a. 600 km. norður af Stokkhólmi og 400 km. suður af norður heimskautsbaugi er bærinn Umeaa sem er mikill menningar-  og  háskólabær og er íbúatalan á svæðinu rúmlega 120.000 manns. Það er stutt frá Umeaa í Svíþjóð til Vaasa í Finnlandi og því búa tiltölulega margir finnar í bænum.

shade