Evrópa  >  Sviss

Flug og flugmiðar til Sviss

Sviss er staðsett miðsvæðis í Evrópu innanum stórkostleg Alpafjöllin og liggja löndin Frakkland, Þýskaland, Austurríki og Ítalía að landinu. Í Sviss upplifir þú  náttúrufegurð sem líkja má við fallegt póstkort þar sem Alpafjöllin, dalirnir, vötnin og árnar mynda stórbrotið og gróskumikið landslag. Höfuðborgin heitir Bern og er á heimsminjaskrá UNESCO því hér er hægt að upplifa gamla borgarhlutann með borgarhliðið og margt fleira sem áhugavert er að skoða.

En stærsta borgin í Sviss er Zürich og þar er einnig margt að skoða eins og Grossmünster kirkjuna með sína 2 turna, tvíburaturna og er kirkjan  kennileiti borgarinnar. Hér er einnig gaman að skoða eitt af hinum mörgu söfnum og galleríum eða setjast með bolla af góðu kaffi og smakka hinar hefðbundnu makkarónukökur með mismunandi kremi í eða fá sér bita af einu besta súkkulaði í heimi.

Berið saman flugverð til Sviss á Ticket2Travel.is - Ticket2Travel.is sýnir flugverð með öllum flugfélögum sem fljúga til Sviss

Geneva
Geneva

Genf er staðsett við landamæri Frakklands í suðvestur hluta Sviss og því einnig við suðvestur hluta Genfarvatns sem hýsir hinn fræga „jet d´eau“ sem er vatnstrókur sem nær 140 m upp í loftið og sést um alla Genf. Landslagið í kringum borgina er virkilega fallegt með snjóklæddum toppum Alpafjallanna...

Zürich
Zürich

Zürich er stærsta borgin í Sviss og er staðsett við Zürichvatn og rennur árin Limmat í gegnum miðborgina. Í gamla bænum er huggulegt að rölta um og hér er miðalda borgin Niederdorf sem státar af fallegum húsum í barrok stíl og er búið að breyta mörgum húsum í huggulega veitingastaði sem þú getur...

shade