Evrópa  >  Spánn  >  Mallorca

Flug og flugmiðar til Mallorca

Mallorka er yndislega falleg eyja í Miðjarðarhafinu þar sem gott er að dveljast og halda frí, hér er jafnaðarhiti allt árið eða um 25 – 30 gráður og sjórinn er þægilega ylvolgur. Hér eru fallegar strendur bæði þær sem eru aðeins afsíðis og svo vinsælu strendurnar sem eru staðsettar við bæina. Á eyjunni er mikið og iðandi líf og margskonar afþreying í gangi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, ekki minnst golfáhugafólk sem getur valið á milli 18 golfvalla.
Svo er hægt að fara í spennandi gönguferðir um fallegt landslagið eins og t.d. um  fjallakeðjuna Tramuntana sem nær yfir 15 km svæði á norðvesturströnd Mallorka og hæsta fjallið þar er um 1.400 m. við fjallsræturnar er meira flatt landslag með akra fulla af ilmandi apppelsínu- og olívutrjám.

Höfuðborgin Palma de Mallorca er einnig spennandi borg sem gaman er að rölta um og þá sérstaklega hinn gamla og sjarmerandi bæjarhluta. Palma liggur á suðvestur hluta eyjunnar og hér  eru góðir möguleikar á að versla og svo er mikið úrval af huggulegum veitingastöðum sem bjóða uppá gómsæta fiskirétti og mikið af sólþroskuðum ávöxtum, endilega smakkið líka á mismunandi tapas réttum og góðum spönskum vínum.
Ef áhuginn liggur í menningu og sögu þá endilega skoðið dómkirkjuna, La Seo sem er einstaklega falleg og þaðan er gott útsýni yfir borgina og hafið í kring. Íbúafjöldinn á Mallorka er tæplega 900.000 manns.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Mallorca.

shade