Evrópa  >  Spánn  >  Madrid

Flug og flugmiðar til Madrid

Það er gott að vera ferðamaður í Madrid þar sem stutt er í marga áhugaverða staði. Miðbærinn er Puerto Del Sol og héðan eru götur í allar áttir. Farið t.d. í gönguferð í gamla hverfinu um litlar og snúnar götur, setjist niður við einn af mörgum tapas veitingastöðum, njótið bolla af espresso, glas af góðu spönsku víni eða köldu cerveca á huggulegum kaffihúsum, njótið stórkostlegra byggingaverka eða slakið á í Retiro garðinum eða botaniska garðinum við hliðina á Prado safninu og njótið blómanna bæði litadýrð og lykt. Fyrir norðan Retiro garðinn er Salamanca hverfið sem býður upp á tískuverslanir, antikverslanir, listagallerí og hinn stóra matvörumarkað La Paz. Svo er alltaf gaman að fá bæði fróðleik um list og sögu í „gyllta þríhyrningnum“ eða á hinum stóru listasöfnum, Prado Museet, Museo Thysen-Bornemisza og Museo Nacional Centro de Arte Reina Sofia.

Áhugaverðir staðir í Madrid.

Royal Palace:
Falleg konungshöll staðsett við torgið, Plaza de Oriente squara. Höllin er stærsta konungshöll í vestur Evrópu.

Madrid Cathedral:
Stór og tiltölulega nýtískuleg dómkirkja að sjá sem var vígð Santa Maria de la Almudena. Byrjað var á byggingunni árið 1883 og fyrst rúmlega 100 árum seinna var hún tilbúin.

Flamenco dans:
Skemmtileg,  lifandi og listræn upplifun sem er einna mest einkennandi fyrir Spán. Flamenco er sett saman af dans, söng og gítarspili og á uppruna sinn í Andalusiu. Hægt er að fara á sýningar á Florida Park eða Torres Bermejas.

shade