Flug og flugmiðar til Kanaríeyja

Las Palmas er höfuðborg á eyjunni Gran Canaria og hafa íslendingar verið duglegir að heimsækja eyjuna sem státar af þægilegu og heitu loftslagi ásamt fallegum  ströndum. Borgin Las Palmas er staðsett á norðaustur hluta eyjunnar við strendurnar Playa de las Conteras og Playa de las Alcaravaneras.

Borgin var stofnuð árið 1478 og hér eru því mjög áhugaverðar mynjar sem aðallega er að finna í elsta svæði borgarinnar, Vegueta. Í Las Palmas er einnig ein af mikilvægustu höfnum í Evrópu, Puerto de la Luz og hefur borgin stækkað mikið í norður meðfram ströndunum.

Las Palmas er áhugaverð borg með spönsku umhverfi og menningu, mikið af huggulegum kaffihúsum,  góðum tapas stöðum, flottum verslunum, yndislegu strandlífi og spenndi borgarlífi og ef þú ert á staðnum í lok júní getur þú upplifað meiriháttar karnevalstemningu, Fiestas Fundacionales de San Juan.

Þegar þú leitar að flugi til Grand Canaria, þá flýgur þú til Las Palmas á eyjunni en kóðinn fyrir Las Palmas, er (LPA)

Ódýrir flugmiðar til Kanaríeyja, Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Kanarí eyja

 

shade