Flug og flugmiðar til Barcelona
Ef þú ætlar í frí á Spáni þá er borgin Barcelona einn af þeim stöðum sem þú ættir að huga að. Borgin er heillandi og iðandi af lífi, hér er mikið af sögufrægum söfnum, spennandi menning og listir. Í Barcelona finnur þú einnig sterk áhrif frá Frakklandi eins og t.d. í kringum Passeig de Gracia. Við La Ramblas er mikið af kaffihúsum, götulist og lífi sem gaman er að upplifa, svo upplagt er að finna gott kaffihús eða veitingastað og anda að sér hinu ljúfa lífi.
Kirkjan La Sagrada Familia er tákn Barcelona og er listaverk Gaudi´s sem hann byrjaði á árið 1883 og þó svo að unnið sé enn að því er fyrst búist við að verkið sé tilbúið árið 2020. Elsti hluti borgarinnar, hið sögulega gotiska hverfi er mikil andstæða við nýrri borgarhluta eins og Eixample.
Það er hér sem þú upplifir ævintýralegar byggingar Gaudi´s og ef þú ferð á Gaudi safnið í Güellgarðinum færðu góða innsýn í verk meistarans sem hafa ákveðið notagildi en eru samt svo ævintýraleg.
Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Barcelona.
