Evrópa  >  Spánn

Flug og flugmiðar til Spánar

Spánn er fimm sinnum stærra en Ísland og samanstendur af fastlandinu ásamt nokkrum eyjum eins og Mallorka, Ibiza og Kanaríeyjum sem bjóða uppá fallegar og gylltar sólarstrendur, gjöfula sól og þægilegan hita.

Það ætti því engan að unda að Spánn hefur lengi verið spennandi áfangastaður að ferðast til, hér er landslagið einnig ótrúlega fjölbreytt og fallegt en stærsti hluti meginlands Spánar er háslétta og fjallgarðar eins og Sierra Nevada fjallgarðurinn á suð-vesturhluta Spánar og Pýreneafjöllin á landamærum Spánar og Frakklands. Landslagið býður líka uppá fallegar sólarstrendur og vínekrur en héðan koma hin heimsfrægu spænsku Rioja vín.

Á landsbyggðinni er að finna lítil og yndisleg þorp og bæi og þar finnur maður vel fyrir ekta spænskum áhrifum. Veðurfarið er einnig gott, mildir vetur og heit sumur, svo eru spennandi veitingastaðir í röðum, söguleg menning og gamlar dómkirkjur, flamenco dansar, og hið heimsfræga nautaat. Stærstu borgir á Spáni eru höfuðborgin Madrid og hin spennandi borg Barselóna.

Ticket2Travel.is ber saman og leitar af ódýrustu flugverðum frá Keflavík hvert sem er til Spánar, hjá öllum flugfélögum.

Alicante
Alicante

Á Costa Blanca héraðinu er hin gamla spænska borg, Alicante sem iðar af mannlífi og þar ríkir mikil matar og vín menning. Hér eru fallegar sandstrendur, eins og Playa del Postigüet og norður af Alicante er ströndin San Juan...

Barcelona
Barcelona

Ef þú ætlar í frí á Spáni þá er borgin Barcelona einn af þeim stöðum sem þú ættir að huga að. Borgin er heillandi og iðandi af lífi, hér er mikið af sögufrægum söfnum, spennandi menning og listir. Í  Barcelona finnur þú einnig sterk áhrif frá Frakklandi eins og t.d. í kringum Passeig de Gracia.

Bilbao
Bilbao

Borgin Bilbao er staðsett í vesturhluta Baskahéraðsins á norður strönd Spánar umvafin gróskumiklu landslagi, skógum, fjöllum, bröttum klettum og ströndum. Borgin er spennandi áfangastaður að ferðast til og hér finnur þú m.a. hið heimsfræga listasafn Guggenheim Museum sem...

Ibiza
Ibiza

Velkomin til Ibiza, lítillar eyju sem er staðsett suðvestur af Mallorka. Á eyjunni er alþjóða flugvöllur og  margar litlar hafnir. Hér finnur þú upplagðar strendur fyrir barnafjölskyldur og mörg góð fjölskylduhótel, spennandi smábæi og fallega náttúru..

Lanzarote
Lanzarote

Eyjan Lanzarote er frábær ferðamannastaður og er ein af Kanarí eyjunum, staðsett norðaustast af eyjunum. Höfuðstaður eyjunnar er lítill og fallegur staður, Arrecife sem liggur á mið austur hluta eyjunnar...

Kanaríeyjar - Las Palmas
Kanaríeyjar - Las Palmas

Las Palmas er höfuðborg á eyjunni Gran Canaria og hafa íslendingar verið duglegir að heimsækja eyjuna sem státar af þægilegu og heitu loftslagi ásamt fallegum  ströndum. Borgin Las Palmas er staðsett á norðaustur hluta eyjunnar við strendurnar Playa de las Conteras og Playa de las Alcaravaneras.

Madrid
Madrid

Það er gott að vera ferðamaður í Madrid þar sem stutt er í marga áhugaverða staði. Miðbærinn er Puerto Del Sol og héðan eru götur í allar áttir. Farið t.d. í gönguferð í gamla hverfinu um litlar og snúnar götur, setjist niður við einn af mörgum tapas veitingastöðum,..

Malaga
Malaga

Malaga er mikilvæg hafnarborg við Miðjarðarhafið og helsta borgin á Costa del Sol. Hér er mikið líf í hinum suðræna garði við höfnina og í gamla hverfinu í kringum Larios götuna

Palma De Mallorca
Palma De Mallorca

Mallorca liggur í Miðjarðarhafinu og hér er því hitinn þægilegur á vorin, sumrin og haustin. Mallorca er reglulega falleg eyja sem gott er að dveljast á og halda frí, einnig er upplagt að vera hér fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

San Sebastian
San Sebastian

Borgin San Sebastian er staðsett á norðurströnd Spánar við hinn fallega Biscayflóa. Á hverju ári eru haldnar alþjóða kvikmyndahátíðir í borginni í Palacio Kursaal og náttúran í Baskalandinu..

Seville
Seville

Sevilla er falleg höfuðborg í héraðinu Andalúsiu sem er af mörgum talin fallegasti hluti Spánar. Hér finnur þú m.a. flamenco tónlistina, nautaat, hvít og falleg þorp, yndislegar sólarstrendur og charmerandi blöndu af einstökum minnisvörðum eins og....

Tenerife
Tenerife

Tenerife er vinsæll ferðamannastaður Spánar, með stöndum, sól og sandi. Tenerife er stærsta eyjan af Kanarísku eyjunum og að mörgu leiti sú áhugaverðasta, eyjan er staðsett miðsvæðis af eyjunum og það er auðvelt að heimsækja hinar eyjarnar með skipi.

Valencia
Valencia

Valencia er þriðja stærsta borgin á Spáni og hefur alltaf gengt mikilvægu sögulegu hlutverki sem hlið Spánar að Miðjarðarhafinu því staðsetning Valencia er á austurströndinni út við Miðjarðarhafið. Hér eru yndislegar sandstrendur við hið opna haf ásamt nærliggjandi fjöllum..

shade