Evrópa  >  Rússland  >  Moskva

Flug og flugmiðar til Moskvu

Moskva er höfuðborg Rússlands og fjölmennasta borg Evrópu, hér búa tæplega tólf milljónir og er borgin staðsett í evrópska hluta Rússlands. Fyrstu heimildir um borgina eru frá árinu 1147 en þá var hún hluti af furstadæminu Suzdal.
Í borginni er mikið af sögulegum og áhugaverðurm stöðum ásamt stórkostlegum heimsfrægum arkitektúr og þá einna helst á kirkjum landsins eins og Basil  dómkirkjunni.
Meðal þekktra kennileita borgarinnar eru Rauða Torgið, Kreml og Basil dómkirkjan sem er með ævintýralegan arkitektúr og er frá árinu 16 hundruð, gröf hins óþekkta hermanns þar sem eilifðar loginn brennur til minningar um sigurinn yfir nazisma er einnig sögulegur staður.
Moskva býður einnig uppá spennandi söfn og galleri eins og Tretyakov galleriið, Pushkin safnið og KGB safnið. Látið eftir ykkur að fara í siglingu á fljótinu eða upplifið markaðsstemningu á stærsta markaðinum í Moskvu sem er staðsettur norður af Izmajlovskij garðinum og þar er margt að skoða og hægt að kaupa ýmsa minjagripi.
Einnig er gaman að upplifa lífið á Arbatskaja og á hinu kílómetra langa Arbat striki. Hvað varðar matsölustaði þá er mikið úrval af veitingastöðum í borginni allt frá gastronom upplifunum yfir í litla spennandi staði þar sem þú getur borðað þig saddan fyrir lítinn pening.

Rauða torgið
Rauða Torgið í Moskvu er staðsett í miðborginni og er eitt af þekktustu kennileitum borgarinnar. Torgið kom á lista UNESCO árið 1991 og dregur til sín marga ferðamenn sem og það er tilvalinn upphafsstaður. Hér er m.a. hið aldagamla verslunarhús GUM og á torginu er einnig hægt að sjá minnisvarða Lenins frá árinu 1924. Torgið er ca. 330x70 m að stærð.

Kreml
Kreml er staðsett í miðborg Moskvu við Rauða torgið sem er et must að heimaækja, hér eru margir spennandi staðir bæði söfn og kirkjur sem segja m.a. frá sögu Rússlands. Hér er einnig stjórn landsins til húsa.

Basil dómkirkjan
Basil Dómikikjan er ævintýralaga falleg dómkirkja frá árinu 16 hundruð og er tákn Moskvu. Arkitektúrinn er mjög sérstakur og turnarnir sem eru einkennandi fyrir kirkjuna eru bæði  fallegir á litinn og hver með sitt mynstur.

Flugvellir
 það eru 3 alþjóða flugvellir í Moskvu, Sjeremetevo sem flestir flugfarþegar fara ígegnum svo er Domodedovo völlurinn sem álíka margir flugfarþegar fara einnig ígegnum og minnsti völlurinn er Vnukovo.

2018 FIFA World Cup í Rússlandi verður í Moskvu en þar verður spilað á  Spartak Stadium og Luzhniki Stadium en úrslitaleikurin fer fram á Luzhniki vellinum.

Ticket2Travel.is leitar af flugleiðum til Moskvu og flugverðum hjá öllum flugfélögum sem flúga til Moskvu

Athugið að skammstöfun fyrir Moskvu er MOW

shade