Flug og flugmiðar til Rússlands

Rússland eða Rússneska sambandsríkið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum eða 17.098.242  km2, Það nær yfir 11 tímabelti frá Skt. Pétursborg í vestri að Kamtjatka og Kyrrahafinu í austri, landið er einnig tvöfalt stærra en Kanada. Úralfjallgarðurinn skiptir Rússlandi í Evrópu og Asíu svæði og býr lang stærsti hluti íbúa landsins á Evrópusvæðinu eða alls 144 milljónir. Á þessu svæði eru sumrin frekar stutt, heit og með miklum raka og veturnir langir, oft snjóþungir og kaldir, hér er eitt frjósamasta landsvæðið og hér rennur lengsta fljót Evrópu, Volga, það er einnig á þessu svæði sem stærstu  borgir landsins eru staðsettar, Moskva höfuðborg landsins og St. Pétursborg sem er byggð eftir evrópskum fyrirmyndum. Á Asíu svæðinu hinsvegar sem einnig er þekkt sem Síbería er náttúran bæði stórbrotin og víðferm með miklum hita/kuldasveiflum allt frá – 45 gráðum á veturna uppí + 35 gráður á sumrin sem gerir landsvæðið erfitt til búsetu.
Rússland er staðsett  bæði í Austur- Evrópu og Norður – Asíu og er með landamæri að fjölda landa, í vestri er Rússland með landamæri að Norður Noregi og Finnlandi. Svo koma löndin Eistland, Lettland og Hvíta Rússland, Úkraína, Georgia og Azerbaijan og í suðri eru stærstu löndin Kazakhstan, Mongolía, Kína og svo Norður Kórea.
Stærsti hluti Rússlands samanstendur af sléttum, steppum og tundrum ásamt miklu skóglendi og  stórum fjallgörðunum eins og Úralfjöll og  Kaukasusfjöll þar sem hæsti tindur er Elbrus sem er 5.642m og er jafnframt hæsti tindur Evrópu, einnig er Altaj fjallgarðurinn og Verkhojanskij fjallgarðurinn þar sem eldfjallið Kljutjevskaja Sopka er hæsta aktíva eldfjall í heimi og er 4.750m. Á þessu stóra landsvæði sem Rússland er finnast um 780 fuglategundir og 266 tegundir spendýra  og má þar nefna brúna björninn sem er vinsæl táknmynd fyrir landið.

2018 FIFA World Cup Russia - Heimsmeistarmótið í fótbolta fer fram í Rússlandi frá 14. juní til 15. júlí 2018

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Rússlandi

Athugið að skammstöfun fyrir Moskvu er MOW

Ekaterinburg
Ekaterinburg

Ekaterinburg var stofnuð 1723 og þar búa um 1,4 milljón og borgin er í 1755 km. fjarlægð frá Moskvu. Ekaterinburg er fjórða fjölmennesta borgin í Rússlandi og er ein af 12 borgum í Rússlandi sem eru með íbúarfjölda yfir milljón manns.

Kaliningrad
Kaliningrad

Kalíníngrad er í sviðsljósinu vegna HM 2018, Borgin og samnefnt hérað liggur á milli Póllands og Litháens. Borgin hét lengst af Königsberg og var stofnuð af þýskum riddurum á miðöldum.

Kazan
Kazan

Kazan er ein af elstu borgum Rússlands en hún var stofnuð árið 1005, íbúarfjöldi þar er um 1,2 milljónir og fjarlægð frá Moskvu er 825 km.  Kazan er ein af borgunum sem verða gestgafar HM í fótbolta 14. - 28. júní 2018

Moskva
Moskva

Moskva er höfuðborg Rússlands og er fjölmennasta borg í Evrópu en þar búa tæplega tólf milljónir í borginni. Fyrstu heimildir um borgina eru frá 1147 en þá var hún hluti af furstadæmi. Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Moskvu.

Nizhniy Novgorod
Nizhniy Novgorod

Borgin Nizhniy Novgorod var stofnuð 1221 af Prince Yuri II of Valdimir en þar búa í dag 1,2 milljónir manns. Borgin er í 425 km. fjarlægð frá Mosku og er ein af þeim borgum þar sem stór hluti af HM 2018 fer fram.

Rostov
Rostov

Borgin Rostov var stofnuð árið 1749 og þar búa um 1.1 milljón manns og borgin er í 1109 km. fjarlægð frá Moskvu. HM verður í Rostov og þar fara fram fimm leikir sumarið 2018

Samara
Samara

Samara er höfuðborg í Samara héraði þar búa um 1,1 milljón manns. Samara var stofnuð árið 1586 og liggur í 1057 km fjarlægð frá Moskvu. Í Samara verða spilaðir 8 leikir á HM 2018

Saransk
Saransk

Saransk er borg í mið Rússlandi og er höfuðborg lýðveldisinns Mordovía, borgin var stofnuð 1641 og íbúar þar eru um 307.000 en borgin er í 650 km fjarlægð frá Moskvu. Saransk er ein af borgunum sem verða gestgafar HM í fótbolta 14. - 28. júní 2018

Sochi
Sochi

Borgin Sochi var stofnuð 1838 og þar búa um 401.000 manns fjarlægðin frá Moskvu er 1679 km. Sochi kom fyrst á kortið þegar Vetrarólympúleikarnir voru haldnir þar árið 2014

Sankti Pétursborg
Sankti Pétursborg

Sankti Pétursborg er næst stærta borg Rússlands en þar búa tæplega fimm milljónir. Borgin var stofnuð af Pétri mikla árið 1703 og var höfuðborg Rússlands til ársinns 1917 í Októberbyltinguna það ár varð síðan Moskva fyrir valinu sem höfuðborg Rússlands.

Volgograd
Volgograd

Volgograd var stofnuð árið 1589 en var kölluð Stalingrad til ársinns 1961. Íbúarfjöldi er um ein milljón og borgin er í 941 km fjarlægð frá Moskvu. Volgograd er ein af borgunum sem verða gestgafar HM í fótbolta 14. - 28. júní 2018

shade