Flug og flugmiðar til Portó

Porto er staðsett á hæð meðfram Dourofljótinu þar sem það sameinast Atlandshafinu. Porto er önnur stærsta borg Portúgals og var áður höfuðborg landsins, því eru margar fallegar byggingar sem bera vitni um áhrif og völd að finna í borginni. T.d. er Kauphöllin í Porto skreitt með egta gulli og er áhugavert að rölta um göturnar og skoða skreytingar á bæði kirkjum og opinberum byggingum.

Porto er einnig þekkt fyrir hin frægu púrtvín sem nefnd eru eftir borginni, Vinho do Porto og er upplagt að heimsækja eitt af mörgum púrtvínshúsum sem eru staðsett á Gaia hlið fljótsins Douro, síðan er upplagt að fara í ferð með fljótabátunum á Dourofljótinu sem gefur einstaka möguleika á að upplifa og njóta borgarinnar og náttúrunnar í kring.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum áætlunar flugfélögum sem fljúga til og frá Portó í Portúgal

shade