Evrópa  >  Portugal  >  Lissabon

Flug og flugmiðar til Lissabon

Lissabon er höfuðborg Portúgals og á sér bæði mikla og merka sögu og menningu. Borgin er mjög hæðótt og það getur tekið á að rölta um borgina sem er byggð á 7 hæðum. Höfnin í Lissabon er mjög mikilvæg fyrir borgina en stór hluti af hafnarsvæðinu er búið að endurbyggja og þar standa nú veitingastaðir, kaffihús, næturklúbbar, barir og diskotek sem gleðja bæði heimamenn og ferðamenn. Þetta svæði er kallað Docas og aðeins lengra upp með Tejofljótinu er EXPO svæðið þar sem einnig er mikið af kaffihúsum og veitingastöðum ásamt hinu spennandi Oceanarium.

Í Lissabon eru góðir verslunarmöguleikar og margar búðir og er stærsta verslunarcentrið Colombo svo er Amoreiras og Vasco de Gama.
Lissabon geymir einnig mjög marga áhugaverða staði eins og Sao Jorges sem er vel varðveitt borg í hjarta Lissabon, Belem svæðið og Belem turninn, Chaiado safnið og Kastali heilags Georgs svo eitthvað sé nefnt.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Lissabon

 

shade