Flug og flugmiðar til Algarve

Algarve er á suðurströnd Portúgals og hér eru margar fallegar sandstrendur, bæði litlar strendur sem eru innanum klettana og svo stórar sandstrendur með pláss fyrir alla ásamt hinu hlýja  mijarðarhafsloftslagi. Ströndin Praia da Marinha er talin vere ein fallegasta ströndin á Algarve með hvíta sandtrönd og flotta kletta sem ná niður í fagurblaán sjóinn. Fyrir golfáhugafólk eru hér frábærir golfvellir í öllum erfiðleikastigum víðsvegar um svæðið nálægt ströndunum.
Á Algarve eru bæði áhugaverðir staðir og bæir eins og Faro, Loulé, Albufeira og Lagos sem allir hafa sinn sjarma og gaman er að heimsækja.

Svæðið í kringum bæinn Albufeira er áhugavert og er bærinn jafnframt stærsti ferðastaður með mikið af spennandi möguleikum og er gamli borgarhlutinn mest töfrandi með þröngum götum og huggulegum kaffihúsum. Við strendurnar eru bestu fiskiveitingastaðir á svæðinu. Svæðið við hafnarbæinn Lagos er fullt af sögu og menningu og áhugavert er að skoða Forta da Ponta da Bandeira sem var í mörg ár vörn gegn óvinum sem komu sjóleiðina. Bærinn Faro er lykillinn að Algarve þar sem í bænum er að finna eina stóra flugvöllinn á svæðinu og er bærinn huggulegur ferðabær sem heldur árlega 7 daga spennandi hátíð í ágúst. 18 km norðaustur af Faro er bærinn Loulé sem margir heimsækja á laugardögum og fara á sígaunamarkaðinn sem er opinn þá. Það er einnig áhugavert að upplifa listafólk við vinnu sína með messing, kobar og tin í götunum í kringum torgið.

Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum sem fjúga til og frá Algarve

shade