Flug og flugmiðar til Varsjá

Varsjá er höfuðborg Póllands og fjölmennansta borg landsins. Borgin liggur í miðaustur hluta Póllands við ána Vislu og er vinsæl ferðamannaborg. Borgin er einnig græn og er meira en 40% af borginni græn svæði, almenningsgarðar og önnur falleg landsvæði. Helsti almenningsgarðurinn er  Saxgarðurinn og í kringum hallirnar Lazienki og Krasinski eru einnig fallergir garðar. En borgin geymir einnig hrikalega sögu og hefur staðist mörg stríð í gegnum árin, verst varð borgin úti í seinni heimstyrjöldinni.

Árið 1939 bjuggu 1,4 milljónir manns í borginni en árið 1945 bjuggu þar aðeins 420.000 manns, nær allt var jafnað við jörðu í sprengjuárásum og fyrirhugaðri eyðileggingu. En borgin var síðan vandlega endurbyggð og árið 1980 var gamli bærinn skráður á meimsminjalista UNESCO.

Hér er því að finna fjöldan allan af spennandi  stöðum sem áhugavert er að sjá og upplifa eins og t.d. gamla bæinn sem er perla Varsjár með þröngum strætum sem leiða til markaðstorgsins, fjöldi spennandi safna, hallir og kirkjur, götumarkaði, Park Lazienskowski sem er yndislegur garður sem geymir Vatnahöllina frá 18. öld og glæsileg dómkirkjan í borginni.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Varsjá

shade