Evrópa  >  Pólland  >  Krakow

Flug og flugmiðar til Krakow

Borgin Krakow er staðsett í suður Póllandi og er önnur stærsta borg landsins. Borgin hefur verið höfuðborg landsins sem og gömul konungsborg og er hún vel varðveitt og skartar byggingum frá ýmsum tímabilum, allt aftur til 1100. Stare Miasto er gamli borgarhlutinn í Krakow sem kom á lista UNESCO árið 1978.

Hér er aðaltorgið áhugaversati staðurinn með mikið af stórkostlegum byggingum og er torgið það stærsta í allri Mið- og Austur Evrópu. Hér má m.a. sjá Kirkju heilags Alberts, Maríukirkjuna, Ráðhústurninn og Sukiennice markaðurinn einnig staðsettur á aðaltorginu. Svo er gamla höllin Wavel sem var byggð í gotneskum stíl árið 1370 sem hægt er að sjá nokkuð vel í heild sinni frá ánni Wisla. Wawel hæðin er einnig fallegur ferðamannastaður og liggur aðeins utan við gamla miðbæinn, þar stendur m.a. gamli konungskastalinn.

Í Krakow eru meira en 70 kirkjur sem allar standa opnar og eru í notkun og árið 2000 var Krakow valin sem evrópsk menningar höfuðborg.
Stutt frá Krakow er þjóðgarðurinn Ojcowski með mikið af sérstökum klettamyndum og meira en 400 hellum, hér er einnig gaman að upplifa og sjá höllina Pieskowa Skala.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Krakow

shade