Evrópa  >  Pólland  >  Gdansk

Flug og flugmiðar til Gdansk

Bærinn Gdansk er gömul og falleg hafnarborg við fljótið Wisla sem gaman er að heimsækja. Þröngar brústeinslagðar götur leiða þig um bæinn að opnum torgum, huggulegum kaffistöðum, fallegum kirkjum og spennandi söfnum. Sömuleiðis er spennandi að fara í siglingu á fljótinu Wisla sem er lengsta og stærsta fljót Póllands.

Á aðaðgötunni Ulica Dluga eru margir spennandi og áhugaverðir staðir og þetta er góður upphafstaður til að skoða borgina. Hér er mikið af kaffihúsum og veitingastöðum. Á stóru torgi við enda götunnar Ulica Dluga er markaðurinn Dlugi Targ. Og stutt þaðan er ráðhúsið í bænum Ratusz Glównego Miasta sem er notað sem safn í dag og áhugavert er að skoða það bæði að utan sem innan.

Í bænum er einnig mun eldra ráðhús, Ratusz Starego Miasta sem er nýtt sem menningarmiðstöð. En áhugaverðasti staðurinn í Gdansk er án efa kirkjan Bazylika Mariacka sem er heimsins stærsta musteriskirkja sem getur hýst allt að 20.000 gesti.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Gdansk

 

shade