Flug og flugmiðar til Póllands
Warszawa er höfuðborg Póllands og hér finnur þú fallegan gamlan bæjarhluta og hina konunglegu höll en í borginni Krakow sem var áður höfuðborg landsins er einnig flottur arkitektúr og byggingar eins og gamla markaðstorgið Rynek Glowny og Ráðhúsið.
Í Póllandi þarft þú ekki að fara langt út fyrir stórborgirnar til að upplifa að tíminn stendur í stað. Í litlum smáþorpum sérð þú ennþá hesta með kerrur í eftirdragi og skökk gömul tréhús, en hér finnast einnig margir fallegir þjóðgarðar sem gaman er að ferðast um og náttúran er bæði stórkostleg og falleg. Bærinn Kolobrzeg er einn af þeim bæjum í Póllandi sem er m.a. þekktur fyrir spa og heilsu dekur.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Póllandi
Gdansk
Bærinn Gdansk er gömul og falleg hafnarborg við fljótið Wisla sem gaman er að heimsækja. Þröngar brústeinslagðar götur leiða þig um bæinn að opnum torgum, huggulegum kaffistöðum, fallegum kirkjum og spennandi söfnum. Flugmiðar til Gdansk hér á www.t2t.is
Katowice
Borgin Katowice er í suðurhluta Póllands, við fljótin Kodinica og Rawa. Þar búa um 300.000 íbúar en á svæðinu kringum borgina það er stórborgarsvæðinu búa tæplega 5 milljónir.
Krakow
Borgin Krakow er staðsett í suður Póllandi og er önnur stærsta borg landsins. Borgin hefur verið höfuðborg landsins sem og gömul konungsborg og er hún vel varðveitt og skartar byggingum frá ýmsum tímabilum, allt aftur til 1100. Flugmiðar til Krakow á Ticket2Travel.is
Poznan
Poznan er ein elsta borg Póllnads og er staðsett í norð-vestur hluta landsins. Poznan er fimmta fjölmennasta borgin og geymir langa sögu. Af áhugaverðurm stöðum má nefna: Park Citadela sem er stór stríðsminjagarður. Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Póllands
Warsaw - Varsjá
Varsjá er höfuðborg Póllands og fjölmennansta borg landsins. Borgin liggur í miðaustur hluta Póllands við ána Vislu og er vinsæl ferðamannaborg. Borgin er einnig græn og er meira en 40% af borginni græn svæði, almenningsgarðar og önnur falleg landsvæði. Ódýr flug á Ticket2Travel.is til Póllands
